Hvað er svona ruglingslegt við þetta???
Þú ert að grínast =)
kv. Amon
Þessu hefðu fáir aðrir en Tolkien nennt,að legja á sig alla þá vinnu sem þarf við að skapa ímyndaðan heim.
Quenya Tungumálið er hvorki meira né minna en næst vinsælasta tilbúna Tungumálið,að sjálfsögðu á eftir Esperanto. Það er mikið hægt að stúdera með það,og til dæmis eru öll örnefnin á miðgarði á Sindarin eða Quenya, þó sýnu fleiri á Sindarin. Sbr. Mínas Tíríð, Mínas þýðir turn á quenya og sagnorðið tir þýðir að halda vörð um.
Ekki svo galið. Sindversku nöfnin Amon Hen og Amon Lhaw,hæðirnar þar sem Boromír var veginn, þá er Amban QA orðið fyrir hæð, cen(borið fram ken) er að sjá,og hlar er að heyra.
Quenya málið er mjög vel upp byggt,Tolkien hafði það líkt finnsku,enda sést það glöggt þegar maður er að lesa Namárie,að það eru fá orð og löng frekar en mörg,stutt orð. Þetta lýsir sér í því að ef þú ert að segja: Ég hef lesið það,þá ertu kominn með ecéndienyes. Þessu má skipta niður í e-cénd-ie-nye-s
Cenda þýðir að lesa, og ef maður ætlar að segja hefur lesið er það ecéndie(ef að fyrsti sérhljóðinn í sagnorðinu er e,þá setur maður e fyrir framan,u ef sérhljóðinn er u,o.s.fr.,stækkar sérhljóðann í sagnorðinu sjálfu,og bætir ie fyrir aftan). Og ef maður ætlar að segja ég hef lesið þá er það ecénienye(nye þýðir ég,maður skrifar “ég”og “þú” ekki sem sér orð,heldur birtast þau sem endingar) og ef maður ætlar að segja ég hef lesið það þá bætir maður -s- fyrir aftan allt saman.
Þetta er kannski með þeim lengstu og flóknustu orðum sem gengur og gerist í QA. En engu að síður er þetta sniðugt kerfi,maður er styttra að segja þetta með því að troða þessu inn í eitt orð heldur en mörg í Germönskum málum.
Í forn-QA,svokallað”Qenya” sem Tolkien var að gæla við árið 1915,átti það fyrst að vera “Gnomish” eða nokkursskonar dverga tungumál,en breytti svo um kynþátt,fannst það víst hæfa betur léttleika álfanna,og ég skil það vel.
Tolkien skapaði einnig stafi og rithátt fyrir álfana. Það lýsir sér þannig að sérhljóðarnir eru ekki sérstafir,heldur er þeim skeytt ofan við stafina,eins og komma eða punktur eða fleygur ofan við samhljóðana. Tolkien hefur örugglega hugsað með sér að ritararnir til forna hafi viljað spara plássið sem fór í að skrifa,og notuðu þá þetta kerfi. Því miður fann ég ekki fontana á Ardalambion síðunni,bara Tengwar(sem er “alþjóðleg álfaskrift” en QA stafirnir líta nokkurnveginn svona út:
Þetta er mjög sniðug skrift,ég er að fara að læra hana.
Í Tengwar skrift eru sérhljórarnir með sérstaf, a er a, e er e oo.s.fr.
Ef maður vill skrifa a, þá hefur maður táknið fyrir ofan samhljóðann,en ef maður ætlar að skrifa á,þá hefur maður það fyrir neðan.
QA málið hefur líka ótal tíðir,og hugtök sem mér finnst bráðlega vanta í okar tungumál. Sem dæmi má nefna að það eru til 2 tegundir af við, þ.e. ef ég er með hóp fyrir framan mig og er að tala við einhvern,þá get ég sagt við og meinað ég og hópurinn fyrir framan mig,ensvo get ég líka sagt hina við-tegundina og meinað ég og þú. Þetta sinnst mér að mætti bæta við í íslenskuna.
Núna ætla ég að lýsa einni tíð sem ég get helst ekki verið án,en það er Aorist. Þessi tíð er til í grísku,en ekki annarsstaðar að ég held, og lýsir sér þannig(hún er svolítið flókin) að ég get sagt venjulega tíð -Kindur borða gras-
Og verið að meina að ég sé að horfa á kindur sem eru að borða gras. Ósköp einfalt.
En ég get líka sagt með Aorist tíðinni: -Kindur borða gras-
Og verið að meina að “hlutverk” eða eiginleiki kinda sé að borða gras. Þ.e.a.s Kindur borða gras,en ekki kjöt.
Fattið þið? Aorist tíðin lýsir einhverri tímalausri athöfn.
Þessi tíð virðist vera vita gagnlaus,en sannið þið til: Þegar maður er búinn að læra að nota hana getur hún verið jafn mikilvæg og þátíð eða nútíð.
Framburðurinn á Quenya er ósköp einfaldur. A.m.k. fyrir okku Íslendinga. En fyrir Englendng er það flóknara mál. Tökum dæmi
Sagnorðið hlare (að heyra.)
Hvernig mynbi Englendingur bera þetta fram? Hler með ensku r-I,nú eða jafnvel “hle” með engu erri.
Hvernig myndum við bera þetta fram? Hlare. Einfalt.
Framburðurinn er einfaldur fyrir Íslendinga,r er borði eins fram í Quenya og í íslensku, einnig á,í,ó,ú o.s.fr.
C er alltaf borið fram k,ALDREI s. (Tolkien sagði einu sinni sjálfur að fyrirmyndar framburður á orðunum væri eins og í ítölsku,þó ekki með “mamma mia” hreimi!)
Takið sérstalega eftir stafnum h,hann er mismunandi borinn fram eftir því hvar hann er staddur í orðinu. Á dögum Fjanors,(eins mesta Nolda sem uppi hefur verið,sá sem smíðaði Silmerlana þrjá og kallaði yfir sig æfilanga bölvun með eiðnum sem hann strengdi í kjölfar þess)var h alltaf borinn fram ch, eins og í Bach. En seinna meir var h breytt í venjulegt h eins og við þekkjum það,þó aðeins í uphafi orðs en ekki í miðju orði,en enn seinna var öllum h-um breytt í “venjulegt” h.NEMA ef að h er í miðju orði og fyrir framan t.samanber(sbr.) pahta”lokaður” , ohta”stríð”.
Lesandinn verður að athuga það að ég er að skrifa um 3. aldar quenya,ef að einhverjum finnst réttara að segja ch í staðinn fyrir h allstaðar í miðju orði,þá má hann það að sjálfsögðu.
Y er alltaf borið fram j,í byrjun orðs,annars er það eins og i,sbr.Yuldar”súgur” Yavannie “September”.
Þetta ætla ég að láta gott heita,þó að ég viti að ég sé að gleyma einhverju,þá getur QA verið efni í margar greinar. Kannski ég geri það bara,skrifi vikulegar greinar um QA.
Ein mikilvægasta heimildin
(reyndar mætti segja að það væri langmikilvægasta) sem Tolkien skrifaði
um álfamálin,eru The Etymologies(Etym). Það er að finna í einu
bindinu í HomE,The Lost Road. Því mætti gróflega lýsa sem
orðabók,þó að það sé það ekki. Í Etym er að finna um það bil 600
primitive orðarætur,í stafrófsröð(hugsið ykkur!) þar sem mörgum
QA orðum er gerð skil,skýrt frá upphafi þeirra og þróun. Þetta
er að sjálfögðu alger gullmoli fyrir þá sem hafa áhuga á QA,sérstaklega
vegna þess að þarna birtast hundruðir orða sem aldrei hafa komið fram áður. Þetta hefur hjálpað áhugamönnum mikið að skilja Quenya,og með birtingu á Lost Road bættust mýmörg púsl við í stóra QA púsluspilið,þó svo að mörg mikilvæg stykki vanti ennþá. Við verðum að bíða og vona að meira efni birtist með aukinni útgáfu. Cristhopher Tolkien reynir eins og hann getur að koma QA textum og efni inn í bækurnar sem gefnar eru út. Samt er hægt að segja,að án Etym væri QA málið heldur fátæklegt.
Þrátt fyrir þennan skort á upplýsingum um QA, eru allar nauðsynlegar upplýsingar sem þarf til að gera QA að raunverulegu máli,til,Tolkien skrifaði þúsundir blaðsíðna um QA,svo þetta hefur verð honum hugleikið.
En ef við til dæmis flettum upp á orðinu ÁLAK í Etym sem þýðir svanur,þá finnum við:
P[rimitive] E[lvish]: alk-w, Q[uenya] alqa, T[elerin] alpa, O[ld] N[oldorin] alpha og N[oldorin] alf. Etym var skrifað á miðjum fjórða áratugnum,og stafsetningin og gerð orðanna er að flestu leyti frábrugðin LotR tímabils orðunum.
Þetta er mesta efnið með álfamáli sem hefur verið birt,áður var það Namárie,söngur Galadríelar sem birtist í 2. bók í LotR.
Quenya málið var einkum skapað til ljóðagerðar og fleygra orða, að minnsta kosti er nærri því allt það QA efni sem hefur verið birt eru ljóð,fyrir utan nokkrar setningar sem skipta litlu máli. Þessvegna eru ýmsir vankantar á orðaforðanum sem er til,meira að segja orðabókin sem ég er með hefur ekki einu sinni já og nei!
Þetta er satt, og þar af leiðandi verður að taka verður tillit til þess að þetta var tilbúið mál,sem var ekki búið til til að nota í daglegu tali, og er þessvegna töluvert frábrugðið venjulegum tungumálum.
Svo er líka annar þáttur sem spilar mikið inn í þekkindu manna á QA,en það er fréttablaðið Vinyar Tengwar. Þetta eru nokkrir gaurar sem hafa fengið leyfi frá þjóðskjalasafninu í Englandi til að grúska í þeim og finna nýja hluti um málin hans,þó einkum álfamálin. Úr þessum fréttablöðum hefur komið fram mikill fróðleikur um sögu og þróun tungumálanna,en einkum ný orð.
Þegar Tolkien var ungur,þá hafði hann fljótt í æsku mikinn áhuga
á tungumálum. Þann áhuga má rætur rekja til þess þegar hann var
lítill strákur í Englandi og fór með mömmu sinni í ferð í þann hluta Englands
þar sem allir töluðu velsku. Tolkien fannst velska vera frábært mál,að það væri
sterk tenging við dulúðuga fortíðina,og það má þessvegna finna velsk áhrif í QA. Hann samdi nokur tungumál í æsku,tvö þeirra merkilegustu að hans mati voru animalistic,eða “dýrlenska” og idiodistic,eða “fíflamál”. Móðir hans vildi samt ekkert með þetta tungumálavesen hafa,og bað hann um að hætta að fikta við þetta dót,og halda áfram að læra,en Tolkien var í King Edward IV skólanum,sem var virtur og gamall skóli í þá daga,en unga,lata stráknum var skítsama um allt skólavesen.
Sá hæfileiki Tolkiens að búa til tungumál,hefur verið gífurlegur. Enda er ekki að furða að QA varð og er svona vinsælt tungumál.Það hefur verið rómað fyrir fegurð sína og léttleika, og einn þátt í viðbót sem ég ætla núna að fara út í ;hvað orðin séu “lík” merkingu þeirra.
Þeim þætti má nokkurskonar skipta í tvennt, annar flokkurinn er sá að orðin hljómi eins og hluturinn, og hinn hvað hugtakið tendist vel við orðið. Svolítið ruglandi að skilja þetta og greina þetta í sundur, en þið skiljið vonandi þegar þið lesið áfram.
Fyrri þátturinn er að sjálfsögðu ríkjandi í öllum tungumálum heimsins, samanber íslenska orðið sól, sem hefur vafalaust komið af því að menn reyndu að gera sól með vörunum,sem kemur skýrt fram í sérhljóðanum ó, sem er borinn fram með því að gera varirnar kringlóttar, eins og sólin. Annað dæmi er íslenska orðið hvísl. Þegar maður heyrir einhvern hvísla,þá heyrast samskonar hljóð og í orðinu hvísl.
Alltílagi,kannski er þetta ótrúverðugt,og kannski er þetta tilviljun,en afhverju? Það eru mörg orð sem eru svona. Sbr orðið óp,sem er að sjálfsögðu líkt því að hrópa eða kalla. Þessi þáttur er líka til í Quenya,og er kannski sterkari þar en í öðrum tungumálum. Þar má nefna QA orðið ora,sem þýðir að hvetja áfram,eða reka áfram. Þarna má sjá augljósa tengingu,þegar þrælahaldarinn er að reka þrælinn eða fangann,eða þjófinn áfram, oorrr! “áfram með þig! Oorrrrr…” annað orð er pusta,sem þýðir að stoppa einhvern,hindra einhvern,eða stoppa sjálfur. Ég held ekki að ég þurfi að skýra út tengslin…
Svo er einnig annar þáttur sem ég tek mjög eftir í QA,og það er hvað orðið virðist einhvernveginn passa svo vel við merkinguna. Ekki endilega að merkingin hafi orðið til vegna þróuninnar sem ég skýrði áðan út,heldur að það virðst liggja í okkur eins og það sé meðfætt. En aftur á móti er sá möguleiki allaf til staðar að þetta sé mjög persónubundið,en ég býst ekki við því.
Sbr. Primitive Elvish orðið luna,sem þýðir blátt,eða blár.
Mér(kannski ekki ykkur) finnst luna einhvernveginn passa fullkomlega
við bláa litinn. Önnur orð eru laman,”dýr” vanya,”fallegur,fallegt” og
an,”vegna þess,eða afþví”, úmea, “illur”. Ef ég færi að telja fleiri
orð upp,myndi ég sjálfsagt enda með því að skrifa upp heila orðabók.
Og eins og ég hef mörgum sinnum sagt áður,þá gerist það sífellt
ljósara að Tolkien lagði ótrúlega mikla vinnu í að skapa
tungumál,og ekki nóg með það,heldur heila þróunarsögu fyrir hana,
sem gerist á þúsundum ára. Þessar breytingar urðu til þess,að minna
af upplýsingum um 3.ju aldar Quenya,en alveg eins Primitive Elvish birtust,sem hefði ekki gerst ef að QA málið hefði haldist óbreytt við allan tímann. Og ein spurning í viðbót,til að ljúka við þetta: Er QA orðið is,sem þýðir snjór,tilviljun? Við vitum að Quenya á engar rætur að rekja til málsins,frekar að þetta hefði átt heima í Róhönsku, en samt gæti þetta alveg gengið upp.
Í Amanslandi voru tvær ,,tegundir” Quenya, Noldorin og Vanyarin, sem ég kýs að kalla á íslensku Nolda og Vanya. Vanyarin heyrðist aldrei á Miðgaðrði, öfugt við Noldorin sem eins og flestir vita(og líka þeir sem hafa svolítið vit í kollinum) Noldar töluðu.
Reyndar var önnur álfamálstegund töluð á Amanslandi, Telerska, en hún er venjulega ekki talin hluti af hinu eina sanna Quenya máli.
Silmerilinn skilgreinir Quenya lítillega, og þar stendur(reyndar ekki orðrétt) að Quenya málið sé þessi forna tunga, sem var og er þekkt af öllum álfum, í því formi sem það tók á sig á Amanslandi.
Ef ég þyrfti að líkja þessu við einhverja hliðstæðu í raunveruleikanum, þá myndi ég (því ég er svo þjóðelskur) segja að þetta væri svipað og með okkur Íslendingana, við skiljum forníslensku, eins hún mótaðist á Norðurlöndum.
Primitive Elvish er svo enn eldra form af Quenya; það er þessi hárfíni munur sem við virðumst vera flest sammála um, hvenær tungumál er mikið breytt og hvenær það er þróaðri tegund af því fyrra. Quenya er jú með nokkrar breytingar frá Primitive Elvish, b og d breyttust í v og l/n og svo eru einhver fleiri atriði sem þið hafið örugglega engan áhuga á.
Í Silmerlinum er enn frekar sagt frá Quenya; þar stendur meðal annars að Q(ueny)A
hafi ekki aðeins verið töluð meðal Nolda og Vanya, heldur líka af Völum. Auðvitað áttu þeir sitt sér tungumál, en þegar álfar vöknuðu til lífsins undir stjörnubjörtum himni hrifust Valarnir svo af þeim að þeir byrjuðu að nota tungumál þeirra við og við. Þeir voru(náttúrulega) eldsnöggir að læra QA, því þeir eru jú Valar, og oft mátti heyra Vala og Maja tala Quenya málið á milli sín. Jafnvel Melkor, eða Morgot lærði Quenya, og talaði það svo vel að Eldarnir urðu furðu lostnir, og gátu ekki slegið honum við í kunnáttu málsins, hvorki í mælskulist né ljóðagerð.
Er Rúmil fann upp stafina, var Quenya fyrsta málið til að vera skrifað.
Og það hefði örugglega aldrei farið út yfir fyrirheitna landið, ef Noldorarnir hefðu ekki gætt þess(svipað því sem ég ræddi um í síðustu grein minni). Þegar þeir fóru yfir til Miðgarðs, fluttu þeir að sjálfsögðu málið sitt með sér. Í miðgarði voru Noldorar ; mætti segja merktir af Sindverjum, sem töluðu skýrlega annað tungumál, þó að skyldleika mætti heyra.
Nú held ég áfram þar sem frá var horfið.(kannski er ég farinn að nota svolítið hátíðlega orðanotkun, en ég hef einmitt tekið eftir því að því formlegra sem ég skrifa, því meira lof fæ ég fyrir þær. Kannski er þetta lykilinn að góðri grein.)
Þegar Noldar fluttu Quenya til Miðgarðs, skiptust Amans-Quenya og Miðgarðs Quenya ekki eins mikið og maður myndi halda. Ein sennileg ástæða fyrir því er að þeir hafa kannski reynt að halda því óbreyttu, svo að allar þessar málaflækjur færu ekki að velkjast um í vafa fyrir þeim.
Önnur skýring á þessu mætti vera að tuttugu árum eftir að Quenya var flutt yfir til Miðgarðs, var Sindverska ennþá mest talaða málið. Líka af Noldum, þeir lærðu öll tungumálin og notuðu þau í bland. En stærsta ástæðan, og um leið líklegasta skýringin, er sú:
Þegar Þingólfur konungur Doríats frétti að Noldar hefðu drepið marga kynbræður sína, Telera og stolið skipum þeirra, bannaði hann alla notkun Quenya í gervöllu ríki sínu. Kanski svolítið harðhentar aðgerðir, og sýnir glöggt hve mikla andúð Þingólfur hafði á þeim. Það hlýtur að vera að hann hafi haft óbeit á þeim áður, og þetta hafi verið kornið sem fyllti mælinn.
Í staðinn fyrir notkun Quenya meðan á banninu stóð, tóku Doríats menn auðvitað upp Sindversku, enda varð það eiginlega drottnunarmálið á þeim tíma.
Þrátt fyrir það, komst Quenya af á hinni myrku 1. heimsöld. Meira að segja, orðaforði þess jókst, og í staðinn fyrir að Noldar týndu málinu niður smámsaman, þá þvert á móti elfdist það að gerð og stærð. Eitt dæmi um tökuorð inn í Qunya á banntímanum er orðið Casar “Dvergur” sem er augljóslega komið úr dverga máli Khazad.Svo að ég vitni nú í The Plotz letter, en þar stendur: “Though Quenya was never a spoken language among Men , High-elven names like Elendil became popular among the Edain.”
Túrinn gaf sjálfum sér nafnið Turambar, sem þýðir meistari örlagadómsins(E. Master of Doom).
Orð sem komu úr Amans-Quenya, nýttust einnig vel þegar átti að lýsa nýjum hlutum á Miðgarði. Orðið urco , sem þýddi í Amanslandi “ Eitthvað sem meiðir álfa, skaðar þá, hræðir þá eða eitthvað þvíumlíkt, einhver óskilgreindur skuggi eða myrkravera.” (þýð. Hvurslags).
Á Miðgarði,hinsvegar, fannst Noldum þetta hugtak passa vel við orka, þar eð erkióvinir þeirra voru álfar, og öfugt. Þegar Gráálfar heyrðu þetta orð, snöruðu þeir því yfir á Sindversku, og breyttu því þannig að út kom orch.
Sú þróun, að Quenya var eitt helsta skrifaða málið, fékk einhvernveginn það hlutverk að vera “hið skrifaða mál”. Og Sindverska ruddi sér aftur til rúms sem hið daglega mál.
Svo er eitt sem ég við koma á framfæri til að ljúka þessu, sem tengist ekk endilega greninni, en það er hvað kom ykkur á Tolkien bragðið? Það virðist enginn hafa sagt hérna á áhugamálinu hvernig hann kynntist verkum hans.
Ég er viss um að allir eiga eftir að segja mismunandi sögu, því tækifærin til að fá áhuga á þessu eru óteljandi.
Á undan þessu banni á allri notkun Quenya,
þá breyttist Quenya þó ekki væri nema örlítið.
En þegar þetta reiðarslag dundi yfir, bannið kom, þá var eins
og málfræði Quenya, orðaforði og stafsetning félli í djúpfrystingu.
Nákvæmlega engar breytingar urðu á málinu þangað til banninu var
aflétt. Þarna kemur fram hin ótrúlega nákvæmni Tolkiens á
verkum sínum, sem málfræðingur vissi hann að mál sem er í
meðförum margra breytist skjótt, en þegar það fer í gegnum svokallaðan “flöskustút”, þ.e. að notkun þess minnkar snarlega eins og þegar vatn fer í gegnum flöskustútinn, þá tekur það litlum sem engum breytingum. Og þegar Quenya var nýkomið til Miðgarðs, rétt áður en Þingólfur Grákufl setti bannið á, þá urðu meira að segja einhverjar breytingar á því.
Eins og hefur komið fram áður, gegndi Sindverska einkum nafngiftum. En stórvirki, og merkir menn/álfar/ majar o.s.fr fengu sumhver nöfn á “hinu eina sanna álfamáli”, þ.e. Quenya.
Má þar nefna stærsta óvin allra, sem meira að segja gaf sjálfum sér nafn á Quenya málinu, Annatar , eða Meistari gjafanna(gjöf er þarna Hringurinn Eini, enska The Lord of Gifts).
Hans útbreiddasta nafn vildi hann ekki sjá, sem var Sauron, sem þýðir viðbjóður.
Annað dæmi um nöfn á Quenya, eru þegar hringsmiðir Eregion gáfu meistaraverkum sínum nöfn, sem voru Narya, Nenya, og Vilya; æðstir hringa fyrir utan Hinn Eina. Hans földu strengir í veröldinni liggja víða.
<br><br>Gil-galad gar-an tol ad.
Endilega kíkið á kasmír síðuna <a href="
http://kasmir.hugi.is/Amon/"> mína </a>
sem er tileinkuð J.R.R.Tolkien og
tungumálum hans
Gil-galad must return.