Vegna þess að Glorfindill er aukapersóna í sögunni og það er ekki gott kvikmyndalega séð að vera kynna of mikið af aukapersónum. Það getur ruglað áhorfendur í ríminu.
Ákveðið var að láta Arwen koma í staðinn fyrir Glorfindil vegna þess að það verður að kynna Arwen aðeins meira í myndunum þremur því hversu fáránlegt yrði það nú í lok ROTK þegar Arwen og Aragorn gifta sig og maður hefur aldrei fengið að kynnast Arwen neitt.
Þetta eru ástæðurnar fyrir því að Arwen var sett í stað Glorfindils.
Ekki til þess að reyna jafna út kynjaskiptinguna í myndunum eins og sumir hafa haldið fram.
Mér þykir þessi breyting satt að segja nokkuð gáfuleg og hún truflar mig ekkert vegna þess einfaldlega að Glorfindill var aukapersóna í sögunni og hlutverk hans í sögunni allri stendur lítið upp úr. Ég man satt að segja lítið eftir honum og nokkuð sniðugt þykir mér bara að nota tækifærið í atriði sem skiptir litlu máli til þess að kynna Arwen og gera einnig atriðið meira spennandi.<br><br><br><br>
———————————–
“And he that breaks a thing to find out what it is has left the path of wisdom.”
<br>
<IMG SRC="
http://www.simnet.is/hringur/hugi/banner.gif“ alt=”“ align=”left“> <a href=”
http://www.simnet.is/hringur">Íslenski LOTR vefurinn</a><br><b> íslenskur vefur tileinkaður Lord of the Rings-trílógíunni</b>
* Ítarlegar upplýsingar um kvikmyndirnar
* Upplýsingar um sögurnar
* Um Tolkien sjálfan