Nei, en eins og þú sagðir hét einn konungur Róhans Brego.
Enginn virðist vita hvers vegna nafninu á hestinum var breytt úr Hasúfel yfir í Brego. Sumir hafa haldið því fram að nafnið Hasúfel sé of erfitt að bera fram. Ekki get ég nú sagt það, auk þess sem nöfn eins og Asfaloth voru í FOTR.
Mín tilgáta, sem enginn hefur minnst á neins staðar á netinu, finnst mér best:
Þegar Eomer og Aragorn hittast í fyrsta skipti, lærir Eomer að hér sé erfingi Isildurs á ferðinni, konungborinn maður.
Og þegar ákveðið er að láta Gimla, Legolas og Aragorn fá hesta ákveður Eomer að láta Aragorn fá frægan hest, nefndan Brego, skýrðan í höfuðið á fyrrum konungi Róhans.
Sem sagt virðist breytingin skv. tilgátu minni þjóna þeim tilgangi að koma því meira á framfæri mikilvægi Aragorns í sögunni og að hann sé konungborinn. Þetta hefði einnig verið hægt að gera með nafnið Hasúfel en gallinn við það er að enginn konungur (né einhver annar) hét Hasúfel og Tolkien aðdáendur hefðu ábyggilega tekið enn meiri kipp en þeir eru að gera nú.
Annars finnst mér þessi breyting í sjálfu sér ekki neitt merkileg. Ég mundi ekkert eftir nafninu Hasúfel og hann leikur ekki það stórt hlutverk. Nöfn á hestum finnst mér ekki það merkileg og heldur ekki hestar almennt, nema Shadowfax og hans nafni hefur ekki verið breytt.<br><br><br><br>
———————————–
“And he that breaks a thing to find out what it is has left the path of wisdom.”
<br>
<IMG SRC="
http://www.simnet.is/hringur/hugi/banner.gif“ alt=”“ align=”left“> <a href=”
http://www.simnet.is/hringur">Íslenski LOTR vefurinn</a><br><b> íslenskur vefur tileinkaður Lord of the Rings-trílógíunni</b>
* Ítarlegar upplýsingar um kvikmyndirnar
* Upplýsingar um sögurnar
* Um Tolkien sjálfan