Það er mikið spurningamerki hvort Balroggurinn hafi haft vængi eða ekki.
Ástæðan fyrir óvissunni er orðalag Tolkiens þegar hann lýsir Balroggnum í Moría og svo einnig þegar fjallað er um annan Balrogg í History of the World minnir mig.
“ His enemy halted again, facing him and the shadow about it reached out like two vast wings.”
og "It [Balroggurinn] stepped forward slowly on to the bridge, and suddenly it drew itself up to a great height, and its wings were spread from wall to wall.“
Komment: Fyrsta setningin bendir til þess að Tolkien líkir skugga Balrogssins við vængi. Þannig eru vængirnir bara líking.
Önnur setningin flækir málið, þar segir hann að vængirnir hafi dreift sér frá veggi til veggjar. Af hverju byrjar hann að tala um vængina aftur fyrst að þeir voru bara skuggi Balroggsins ?
Ég nenni ekki að fletta upp hinni setningunni frá History of the World en hún var nokkurn veginn svona. ”The Balrog couldn't stay there anymore and flew therefore to some other place.“
Komment: Hérna er sagt að Balroggurinn fljúgi í beinni þýðingu. Þetta er samt engin sönnun fyrir vængjum enda er þetta sennilega bara orðalag Tolkiens. Hann notaði stundum orðið ”fly“ þegar hann meinti ”flee“.
Gandalfur segir til dæmis í Moría: ”Fly you fools“…
Það er því hvorki hægt að sanna né afsanna hvort hann hafi haft vængi eða ekki og þetta er mikið deilumál milli Tolkien aðdáenda. Sjálfum finnst mér að maður ætti bara að fá að ráða þessu sjálfur. Enginn geti hvort sem er mótmælt því.
Peter Jackson ákvað að láta Balrogginn hafa vængi. Það skapar auðvitað eitt vandamál eins og þú segir, af hverju flaug hann þá ekki bara ? Tja, kannski virka vængir hans ekki eins og á fuglum. Líkami Balrogssins virðist líka einum of stór og þungur til að vængir gætu haldið honum uppi. Svo eru líka til dýr í nátturunni, sem eru flugíkornar að mig minnir sem eru með vængi en geta ekki flogið heldur svífa í staðinn og Balroggurin hafði ekkert tækifæri til að svífa í þetta skiptið.
Jæja, þetta er næstum efni í heila grein…<br><br><br><br>
———————————–
”And he that breaks a thing to find out what it is has left the path of wisdom.“
<br>
<IMG SRC=”
http://www.simnet.is/hringur/hugi/banner.gif“ alt=”“ align=”left“> <a href=”
http://www.simnet.is/hringur">Íslenski LOTR vefurinn</a><br><b> íslenskur vefur tileinkaður Lord of the Rings-trílógíunni</b>
* Ítarlegar upplýsingar um kvikmyndirnar
* Upplýsingar um sögurnar
* Um Tolkien sjálfan