Gimli hafði ekki komið þarna áður. Ef þú hlustar vel þá segir hann að Balin frændi hans sé þar nú og ætti að gefa þeim góðar móttökur.
Moría var mikið Dvergaríki einu sinni en var lagt svo í rúst og margir Dvergar dóu bæði vegna Orka og Balrogssins. Það var hinsvegar fyrir löngu löngu síðan…nokkur hundruð ár síðan.
Balin og nokkrir aðrir ákváðu hinsvegar að fara í sendiför og reyna að endurstofna ríkið á ný. Gimli hafði heyrt af þessum áformum og vildi auðvitað koma við þar og sjá, sérstaklega þar sem þetta var í raun styttri leið.
Gandalfur vildi það hinsvegar ekki, hann hafði komið þar áður og vissi að þetta var hættulegur staður. Gimli sér einhverja gröf þegar þeir eru í Moría og vissi þannig að Balin hlyti að vera dauður, Balin var skv. bókinni búinn að stofna ríkið á ný og búinn að útnefna sig höfðingja Moríu.
Í sambandi við stunguna sem Frodo fékk þá hefur þetta ekkert með hringinn að gera að neinu leyti. Hnífurinn sem stakk hann var Morgulhnífur og hefur eitruð áhrif. Þetta var ekki alveg rétt það sem sagt var í myndinni að hann yrði Nazgúli af sárinu … Það kemur alla vega hvergi fram í bókinni. En hvort sem það var satt eða ekki þá var Frodo alla vega hálf dauður eftir árásina og Elrond kom í veg fyrir að hann dæi…svo að liðssöfnunartaktíkin sem þér datt í hug myndi ekki ganga upp..<br><br><br><br>
———————————–
“And he that breaks a thing to find out what it is has left the path of wisdom.”
<br>
<IMG SRC="
http://www.simnet.is/hringur/hugi/banner.gif“ alt=”“ align=”left“> <a href=”
http://www.simnet.is/hringur">Íslenski LOTR vefurinn</a><br><b> íslenskur vefur tileinkaður Lord of the Rings-trílógíunni</b>
* Ítarlegar upplýsingar um kvikmyndirnar
* Upplýsingar um sögurnar
* Um Tolkien sjálfan