Þetta er kannski ekki beint bara um Tolkien en tengt þannig að hugsanlega hefur einhver áhuga hérna.

cul-de-sac

————————————-

Tolkien, Laxness, Undset

Ráðstefna um Hringadróttins sögu Tolkiens, tengsl hennar við norrænan menningararf, samanburð á úrvinnslu Tolkiens, Halldórs Laxness og Sigrid Undset á menningararfinum, skírskotun verka þeirra til samtímans og siðfræði þeirra

Norræna húsinu

13. - 14. september, 2002


Stofnun Sigurðar Nordals og Norræna húsið gangast fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um Hringadróttins sögu eftir J.R.R. Tolkien og tengsl hennar við norrænan menningararf í tilefni af því að gerðar hafa verið þrjár kvikmyndir eftir sögunni. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík, dagana 13. - 14. september, 2002.

Viðfangsefni ráðstefnunnar verða: a) Hringadróttins saga og helstu mýtur hennar;
b) tengsl hennar við norrænan menningararf; c) samanburður á úrvinnslu Tolkiens og Nóbelsverðlaunahafanna Halldórs Laxness og Sigrid Undset á þessum arfi; d) skírskotun verka þeirra til ritunartímans og e) siðfræði skáldverkanna.

Fyrirlesarar verða: Ármann Jakobsson, Liv Bliksrud, Eiríkur Guðmundsson, Terry Gunnell, Helga Kress, Lars Huldén, Jón Karl Helgason, Gunhild Kværness, Tom Shippey, Olav Solberg, Sveinn Haraldsson, Andrew Wawn og Matthew Whelpton.

Kynning á margmiðlunarefninu Europe of Tales

Auk íslensku eru tungumál ráðstefnunnar enska og skandínavísk mál.

Ráðstefnugjald er 1.500 kr. Innifalin í gjaldinu eru ráðstefnugögn og kaffi á ráðstefnustað. Þátttökugjald fyrir skráða stúdenta er 500 kr.

Síðdegis 13. september gefst þátttakendum kostur á að fara í ferð að Reykholti í Borgarfirði. Ferðin kostar 3.500 kr. Kvöldverður er innifalinn.

Þátttöku í ráðstefnunni og ferðinni þarf að tilkynna fyrir 31. ágúst, 2002.

Frekari upplýsingar fást á skrifstofu Stofnunar Sigurðar Nordals og á heimasíðu hennar: http://www.nordals.hi.is Á heimasíðunni er einnig að finna dagskrá þingsins.

Norræna húsið
Stofnun Sigurðar Nordals

Norræni menningarmálasjóðurinn, Clara Lachmanns fond og Letterstedtska föreningen styðja ráðstefnuna