Það er ekki komið á hreint ennþá. Það er ekki vitað hvort að það verði fyrst farið yfir helstu atriði sem gerðust í FOTR eða hvort myndin byrji beint með hlaupi Legolas, Gimla og Aragorns eða rölti Frodo og Sam.
Brot Narsíls (sem verða að Andúrili) verða ekki soðin saman fyrr en í byrjun Return of the King (það var smá villa í sögubreytingasíðu simnet.is/hringur áður). Peter Jackson ætlar sér greinilega eitthvað mjög merkilegt með þetta sverð fyrst hann dregur soðningu þess svo á langinn.
Hvernig sem myndin byrjar þá hlakka ég gífurlega til …
Byrjunin á FOTR fannst mér svo flott, með hvísli Cate Blanchett, fiðluleik Howard Shore og flotta “Lord of the Rings” letrinu sem birtist.<br><br><br><br>
———————————–
“And he that breaks a thing to find out what it is has left the path of wisdom.”
<br>
<IMG SRC="
http://www.simnet.is/hringur/hugi/banner.gif“ alt=”“ align=”left“> <a href=”
http://www.simnet.is/hringur">Íslenski LOTR vefurinn</a><br><b> íslenskur vefur tileinkaður Lord of the Rings-trílógíunni</b>
* Ítarlegar upplýsingar um kvikmyndirnar
* Upplýsingar um sögurnar
* Um Tolkien sjálfan