Við gætum látið Ratatosk bæta þessu á www.simnet.is/hringur og haft þar hálgert irc, þar sem við gætum talað í gegnum netið. Einnig gætum við reynt að búa til síðu á t.d. yahoo, geocities eða öðrum sambærilegum frýum vefsíðum. Að mínu mati ættum við að hafa klúbbinn bæði um myndirnar og um bækurnar, sé það ekki eitthvað mál. Ef að við myndum hafa sér vef, ættum við að hafa einn sem tekur við ?e-mail? frá öðrum í klúbbnum og bætir inn á vefinn, en einnig gætum við haft aðgang sem allir vissu, og þess vegna gætu allir breytt vefnum. Mér finnst þó skárra að hafa aðeins einn, því að þá eru minni líkur á því að einhver fari inn á vefinn og eyðileggji hann, og einnig væru minni líkur á því að sama fréttin byrtist oft. En þrátt fyrir það gæti það ekki verið hver sem er; því að sá sem myndi þá stjórna þessu þyrfti að fylgjast vel með öllum fréttum, á hinum ýmsu Tolkien-vefum.
Þetta er allavegna skoðun mín, og bara komið þið hin á þessu áhugamáli líka með ykkar skoðanir, en það er mikilvægt að margir segji álit sitt, ef að þetta á að takast. Annars er ekki að vænta miklum árangri, jafnvel þó klúbburinn yrði stofnaður, því að hann yrði DAUÐUR, líflaus eða hvað sem þú kýst að kalla það.
kv. Amon<br><br>Gil-galad gar-an tol ad.
Endilega kíkið á kasmír síðuna <a href="
http://kasmir.hugi.is/Amon/"> mína </a>
sem er tileinkuð J.R.R.Tolkien og
tungumálum hans
Gil-galad must return.