Ég var að enda við að klára að lesa bækurnar og endaði það á því að horfa á myndirnar. Ég tók ekkert sérstaklega eftir þessu í bókunum, kannski var ég ekki að fylgjast nægilega með, en eftir að hafa horft á myndirnar þá varð ég eitthvað efins.
Margir vilja meina að samband þeirra sé eitthvað sem á einungis að vera fallegt, pure og afar náið vinasamband og ást sökum þeirra erfiðleika sem þeir deila og ganga í gegnum saman. Ég hefði ekki pælt frekar í þessu nema fyrir eitt;
Í endanum á seinustu myndinni þegar Frodo fer, er Sam sýndur þar sem hann labbar upp að hliðinu heima hjá sér og grípur stelpuna sína í fangið. Konan hans kemur út og kyssir hann. Á meðan talar Frodo, líkt og lesa sé verið upp úr bréfi og segir:
"My dear Sam. You cannot always be torn in two. You will have to be one an whole for many years. You have so much to enjoy and be, and to do. Your part in the story will go on"
Ég veit ekki í hvað er verið að vísa nákvæmlega með “torn in two”, en þar sem hann er sýndur með fjölskyldunni sinni þegar þetta er sagt, og Frodo bætir við “you will have to be one and whole for many years”, sem er augljós vísun í fjölskylduna hans - þá geri ég ráð fyrir því að torn in two þíði “torn” á milli Frodo sjálfs, og fjölskyldunnar sinnar.
Tók einhver annars eftir þessu?