Sko…
Í bókinni voru það Uruk-Hai Orkar sem réðust á Boromír, Merry og Pippin. Það kemur fram í The Two Towers.
Í myndinni hefur endirinn aðeins verið “peppaður” upp til að gera þetta aðeins meira spennandi og því slást einnig Aragorn, Gimli og Legolas við Orkana alla.
Sem er bara nokkuð eðlilegt finnst mér. Það hefði ekki verið neitt sérlega góður endir ef bókinni hefði verið fylgt.
Eftir að Föruneytið kemst út úr Moría tekur við mjög rólegur kafli í sögunni og til að enda mynd og tvístra Föruneytinu þá er nú betra að gera það almennilega svo fólki sem ekkert þekkir sögurnar, leiðist einfaldlega ekki.
Ástæðan fyrir því að Tom Bombadil var sleppt var:
1. Hann er alger aukapersóna og tengist í raun ekki sjálfu Hringastríðinu. Hægt er að sleppa köflunum með honum án þess að það hafi áhrif á framhaldið. Það er betra að fókusera á aðalsöguna.
2. Einhverju verður að sleppa (vegna lengdar á mynd) og betra er að sleppa því sem litlu skiptir.
Ég viðurkenni vissulega að hann hafi verið mjög skemmtileg persóna og gaman hefði verið að sjá hann en þetta var hárrétt ákvörðun að mínu mati…<br><br><br><br>
———————————–
“And he that breaks a thing to find out what it is has left the path of wisdom.”
<br>
<IMG SRC="
http://www.simnet.is/hringur/hugi/banner.gif“ alt=”“ align=”left“> <a href=”
http://www.simnet.is/hringur">Íslenski LOTR vefurinn</a><br><b> íslenskur vefur tileinkaður Lord of the Rings-trílógíunni</b>
* Ítarlegar upplýsingar um kvikmyndirnar
* Upplýsingar um sögurnar
* Um Tolkien sjálfan