Þeir sem heimsækja vefinn www.aint-it-cool-news.com ættu að vita að sjálfur Peter Jackson fór á úrslitaleik í krikket ( á milli Breta og NZ ) til þess að hljóðrita allan hávaða á leiknum fyrir bardagaatriðin í The Two Towers ( örugglega Helm´s Deep ). Peter Jackson sem kom sjálfur á stuttbuxum ( hvað er þetta með stuttbuxur og PJ? ) lét áhorfendur m.a. stampa fótunum í gólfið, slá í bringurnar á sér, hvísla og öskra. Efriðast af öllu þurftu sveittir áhorfendur að tala orkamál, sem birtist á stórum skjá fyrir framan alla. Í fyrstu kom svona wtf? stund en herra Jackson útskýrði hvernig það átti að segja þetta. Fyrir áhugasama vann Nýja Sjáland.

Peter Jackson kom einnig í eitthverja bókabúð í LA í morgun og gaf út ýmsar upplýsingar um næstu myndir. Fyrsti trailerinn fyrir TTT mun koma í bíóhús um miðjan mars, rétt áður en myndin fer úr kvikmyndahúsum. Jackson sagðist einnig vera nýbúinn að klippa nýju dvd útgáfuna af FOTR sem mun vera 30 min lengri. Nýju atriðin munu m.a. vera á milli Aragorns og Boromirs og munu þau atriði vera eins og Peter sagði “high drama,” við sjáum einnig Galadriel gefa meðlimum föruneytisins gjafir. Hann sagði líka að við ættum að búast við meiri efni um samskipti álfa og dverga, og svo atriði sem við eigum víst ekki að fá að vita.

Elijah Wood og Sean Astin munu koma aftur til Nýja Sjálands í júní til þess að taka upp ný atriði á milli þeirra tveggja og Gollums.

Meira um þetta á www.aint-it-cool-news.com

Smokey…