Í lok hringadróttinssögu þá er eins og hið góða hafi endanlega sigrað hið illa í eitt skipti fyrir öll.
Auðvitað var Sauron gjörsigraður svipað og Melkor áður. Melkor að vísu ekki alveg dauður. En þetta var nú ekki í fyrsta sinn sem góðu öflin náðu að sigra. Hversu oft hefur hið illa ekki verið gersigrað í silmallirion.
Er ekki í rauninni við því að búast að það taki einhver nýr leiðtogi við? Svipað og Sauron varð arftaki Melkors. Eftir allt saman þá eru Balroggarnir en liggjandi í felum og einn nokkuð vel í gangi í Moríu. Er það ekki í raun líklegt að svona þúsundum árum síðar þegar allir álfarnir hafa yfirgefið löndin ásamt vitkunum að einhverjir dvergar grafi bara ekki upp eitthvert nýtt fornaldarskrýmsli.
Það ætti ekki að reynast balroggunum svo erfitt að beygja mennina undir sig nú þegar þeir eru án nokkurs stuðnings maja eða álfa.