Ég hef ekki komist hjá því að sjá fólk vera handvisst um að nafnið sé Gandalfur en ekki Gandálfur og rakka þá niður sem kalla manninn Gandálf.
Kannist þið ekki við þetta?
En ég vil hérna benda á að í Gylfaginningu Snorra-Eddu eru skrifuð mörg dverganöfn og sér maður að Tolkien hefur tekið helling af nöfnum þaðan. Enda ekkert að því. En þar er nafnið Gandálfur. Þó að nafnið hafa farið í ensku og svo þýtt til baka á íslensku sbr. Gandalfur, er þá ekki réttara að nota upprunalega nafnið? Semsagt Gandálfur?
Zedlic<br><br>
…og að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði