Beregond hitti Pippin í Mínas Tíríð og hlustar á sögur frá ferðum Pippins og frá Héraði. Hann verður leiðsögumaður og góður vinur Pippins.
Einn daginn fer Beregond eitthvað í burtu en hann lætur son sinn Bergel eða Bergil vera leiðsögumann Pippins og þeir verða einnig góðir vinir.
Afsakið ef upplýsingar mínar eru ekki réttar(gerði þetta eftir minni).
Í stríðinu fyrir utan veggi Mínas Tíríð þegar Denethor (man ekki íslensku þýðinguna) er á botni örvæntingarinnar og ætlar að brenna sig og son sinn Faramír, er Beregond í stöðu sinni við borgarveggina tilbúinn í bardaga. Pipinn segir Beregond frá því að Denethor ætlar að brenna Faramír lifandi, Faramír var hetja Beregonds og uppáhaldið hans.
Beregond yfirgefur þá stöðu sína og fer til að stöðva þessa vitfirringu.
Þegar Gandalfur og Pippin koma á staðinn þar sem átti að brenna feðgana hefur Beregond þegar drepið þrjá einkaþjóna Denethors þegar þeir ætluðu að fylgja skipun Denethors um að koma með olíu og við. Þetta gefur Gandalfi og Pípni nægan tíma til að bjarga Faramír frá föður sínum.
Einnig barðist Beregond í bardaganum við Myrkrahliðin og barðist við hlið Pippins. Í bardaganum var hann sleginn niður af trölla foringja en Pipinn bjargar honum og drepur tröllið.
Eftir Hringastríðið er Beregond dæmdur af Aragoni fyrir að drepa þrjá verði Mínas Tíríðs. Beregond er dæmdur að flytja burt úr borginni og flytjast til Íðilju með son sinn og gerast hálfgerður einkavörður Faramírs, sem hann var mjög ánægður með.
“You can go with the flow”