ég var að lesa Hobbitann um daginn og langar að segja svolítið frá henni. Hún byrjar á því að Hobbitinn Bilbo vaknar í tilbreytingalausa héraðinu sínu hérað. Í þeim kafla eru einhverjir dvergar sem koma til hans og skipuleggja ferð til að ná hellinum sínum á sitt vald frá drekanum Smaug. Þeir þurfa að upplifa ýmis ævintýri t.d. að vera fangar hjá dríslum. þurfa að sitja uppi í tré á meðan úlfar reyna að éta þá (þá koma auðvitað ernir að bjarga þeim) og að vera fangar á sínu eigin heimili. Á meðen þeir eru inni í helli dríslanna hittir Bilbó Gollum og fær hringinn sem þessar bækur snúast um. Þessi hringur gerir hann ósýnilegan og kemur að góðum notum seinna en það nefni ég ekki fyrir ykkur sem ekki hafa lesið þessa bók. Á endanum deyr Smaug og óvinaherir varga og drísla ráðast á þá og þá þurfa sko allir að standa saman (aðeins of klassískt) Stjörnur 0-5…. 5