Electronic Arts (NASDAQ: ERTS) tilkynnti í dag að skrifað hefur verið undir samning við New Line Cinema um að þróa leiki fyrir PC og leikjatölvur byggða á kvikmyndunum um Lord of The Rings.

New Line Cinema gefur út þrjár kvikmyndir byggðar á klassískum ritverkum J.R.R. Tolkien, og er fyrsta myndin Fellowship of the Ring (Föruneyti hringsins), þar næst The Two Towers (Tveggja turna tal) og að lokum The Return of the King (Hilmir snýr heim). Leyfið inniheldur rétt EA til að þróa og gefa út leiki byggða á kvikmyndunum fyrir PC og “next generation” leikjatölvur.

EA mun gefa fyrsta leikinn út vorið 2002, í tengslum við frumsýningu myndar númer tvö, The Two Towers (Tveggja turna tal). Frekari upplýsingar um leikina verður hægt að nálgast þegar nær dregur útgáfu