Hversu margis sem fóru á Fellowship Of The Ring og þekktu söguna hugsuðu einhverntímann með sér hvað var þetta?
Ég verð að segja fyrir mitt leiti að þá kom það nokkrum sinnum fyrir að ég varð ekki alveg sáttur við sögubreytingar sem ég sá.
Svo ég nefni dæmi þá td þegar fróði setur upp hringinn í Prancing Pony (kráin þar sem þeir hitta stíg) það var ekki útaf neinum leiðindum heldur samkvæmt bókinni þá var Fróði að dansa uppá borði og datt niður í hamagangnum og skammaðist sín svo mikið að hann setti upp hringinn til að hverfa.
Svo annað sem fór svolítið fyrir brjóstið á mér, og það var björgun fróða yfir ánna að landi álfanna.
Í fyrsta lagi þá varð aragon(stígur) var við hest og rak þá alla af veginum hann var ekki surprised þegar að það byrtist álfur með dreginn boga utan í honum.
Svo var það Legolas sem bjargaði fróða á fákinum sínum yfir ánna til persónu Liv Tyler sem svo bjargaði fróða ásamt föður sínum með göldrum álfanna, og annað með björgunina þá var það ekki nein persóna sem kom af stað flóðöldunni sem skolaði svörtu knöpunum í burtu heldur voru það varnir landsins sem einnig héldu hringum álfanna undan stjórn þess eina.

En allavegana fannst mér þetta mjög góð mynd að öðru leiti og flott sett fram en samt sögulega finnst mér gamla Fellowship Of The Ring. Teyknimyndin vera mun betri sögulega séð.

Mig hlakkar mikið til að sjá mynd 2 og vona að hún verði trúrri sögunni en 1.

með von um sem minnst óþarfa skítkast.
CrazyGuy.
Life is like the mail…