Ég hef nú oftast talið mig mikinn Tolkien aðdáenda, þó svo að ég komist líklega ekki með tærnar þar sem flestir hér hafa hælana. Sagan (LOT) finnst mér frábær og get lesið hana aftur og aftur.

En hér kemur hugleyðing mín!
Eftir ráðstefnu Elronds, var það orðið ljóst að hringurinn yrði að fara inn í Mordor til að eyðast í dómsdyngju. Þeir mynda föruneyti og leggja af stað fótgangandi! En nú var Gandalfur ný búinn að segja frá því hvernig Örninn Gvahír hafði bjargað honum frá Orþanka. Þessi Örn ásamt fleirri örnum koma svo aftur og aftur við sögu og er nokkuð ljóst að þeim munar ekki mikið um að bera vitringa, hvað þá Hobbita hvert á land sem er. Hefði ekki verið miklu öruggara að senda eftir Gvahír og fá hann til að skutla Fróða beina leið??

Eru þessar hugleiðingar kannski argasta guðlast!

Grani