Hæ allir,
ég er svo til ný á þessu áhugamáli en er búin að vera LOTR fan síðan ég var smá krakki. Mér finnst alveg frábært að eftir að þessar myndir fóru að verða áberandi í umræðunni að þá fæ ég loksins grundvöll til þess að spjalla við annað fólk með sama áhugamál. Þess vegna segi ég “Vei, vei” fyrir ykkur öllum.
Í leiðinni langar mig að koma með smá pælingu. Í bókinni er greinilegt að álfar og menn geta átt í samböndum sín á milli. En ætli hobbitar og menn geti verið saman? Það er aldrei nefnt í bókinni að það sé vitað um slíkt dæmi en tæknilega séð ætti það að vera hægt! ekki rétt? Ég meina… einhvers staðar í Miðgarði hlýtur að vera til e-r gaur sem fílar litlar þybbnar flissandi stelpur og svo til hobbita stelpur sem fíla hávaxna karlmenn.
Ekki rétt??? Endilega komið með ykkar komment. Ég er ekkert að meina þetta með mikilli alvöru en mér finnst þetta fyndin pæling því að það virðist sem Tolkien hafi aldrei hugsað um Hobbita í þannig hugleiðingum og ekki gert ráð fyrir því. Ég vona að það hafi ekki örlað á fordómum hjá karlinum gagnvart litlu loðnu fólki :) thíhíhí…