The Fellowship of the Ring
Ég fór á myndina og verð að segja að þetta er ein sú allra besta mynd sem ég hef séð, ef ekki sú besta. Ég er ekki alveg að skilja þá röksemdafærslu hjá þeim sem eru að gangrýna myndina sem allra mest að flestir sem eru að lofa myndina í hástafi séu hreinlega af því út af goðsögn bókanna. Það eru nú sjálfsagt fæstir sem fara á myndin búnir að lesa bækurnar, Þetta er líka örlítið öfugsnúið hjá þeim sem gagnrýna því það er einmitt þannig að það eru þeir sem lesið hafa bækurnar sem koma með til að gagrýna sem mest ef ílla tiltekst. Því bækurnar eru þannig úr garði gerðar að allir sem lesa bækurnar móta sér mjög ákveðna skoðun um hvernig allt er. Því er þetta er verk sérstaklega erfitt í gerð. Mér fynst honum hafa tekist mjög vel upp. Tæknibrellurnar tókust mjög vel upp og varla sjáanlegir hnökrar á þeim eins og var voru t.d. mjög áberandi í Return of the mummy. Vel leikin mynd. og tónlistin samsvarar sér mjög vel myndinni.