Jah, þá er þessi maraþonlesning búin. Byrjaði á aðfangadag, búinn klukkan sex um morguninn á annan í jólum. Þ.e. fyrstu tvær bækurnar af sex (eða sjö ef þú tekur Appendices með).
Maður hafði alltaf ætlað sér að lesa söguna en aldrei komið sér í það. En hins vegar á aðfangadag var ég svo heppinn að fá bækurnar lánaðar hjá vini mínum og ákvað bara að ég skyldi vera búinn að lesa þær fyrir sýninguna sem við ætluðum á, eða klukkan átta á annan í jólum. Það tókst.
Mér fannst bókin frábær, þó fannst manni hún hálfpartinn “ófrumleg” í söguþræði en það er að sjálfsögðu ekki bókinni að kenna þar sem hún kom nokkurn veginn fyrst og síðan koma aðrar bækur undir áhrifum af henni sennilega sem hafa svipaðan söguþráð og atburðarás. Þannig að það er ekki ófrumleiki í bókinni, heldur þeim sögum og bókum sem hafa komið út eftir LOTR. Ég vona að þið skiljið hvað ég er að meina.
Nú get ég glaður sest niður klukkan átta í kvöld og horft á myndina, samt á ég pottþétt eftir að steinsofna vegna þess að ég kláraði seinni bókina ekki fyrr en klukkan 6 í morgun :)

Zedlic