Ég veit ekki betur en að bæði keltneskar og norrænar goðsögur og tungumál hafi verið hans brennandi áhugamál yfirleitt. Og að fáir hafi verið eins vel lesnir í þeim fræðum fyrr eða síðar. Það virðist nokkuð áberandi hvað hann leitar mikið bæði í gömlu keltnesku málin og einnig fornnorrænuna (s.s. íslenskuna). Hvaðan haldiði að hann hafi fengið öll dverganöfnin? Ef þið flettið upp í Eddukvæðunum ykkar, kíkið í Völuspá, finnið “dvergatalið” þá munið þið kannast við ansi marga gamla félaga. :) Ég varð alveg hvumsa í fyrsta skipti sem ég las Eddukvæðin! Ég las Tolkien í tætlur löngu áður en Eddurnar :)
Tolkien bjó til nokkur tungumál og einhver sagði mér eitt sinn að hann hafi notað mjög mörg orð úr íslensku og þá sérstaklega fyrir mál Orka, þar sem mörg íslensk orð eru svo hörð, eins og “hnífur” og “drepa”…. En ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, ég hef aldrei séð neitt af þessu orkamáli. Annars er ég ansi sannfærð um að álfamálið sé mikið byggt á keltnesku málunum, t.d. gaelísku.
Maðurinn var auðvitað SNILLINGUR. <br><br>Kveðja,
Lynx
“You have a right to experiment with your life. You will make mistakes. And they are right too.” (Anaïs Nin)