Ég hef alltaf lesið Hringadrottinssögu á ensku og leist ekkert á það að lesa eitthvað sem ekki kæmi beint frá Tolkien þar til nýlega þegar mér var gefin íslenska útagáfan. Og þvílík snilld. Betri þýðingu væri varla hægt að finna, þetta er frábært.
flott orðaval:
Þrjá fá kóngar Álfa í eyðiskóga geim.
Sjö fá höldar Dverga í hamravíðum sal,
níu fá dauðlegir Menn, þá hel sækir heim,
Einn fær sjálfur Myrkradróttin á myrkranna stól
í því landi Mordor sem magnar skugga sveim.
Einn Hringur ræður þeim öllum, einn skal hann hina finna,
Einn skal hann safna þeim öllum og um sinn fjötur spinna
í því landi Mordor sem magnar skugga sveim.
undir ljóðahætti og allt. Íslenskan er svo magnþrungið mál, að öðrum ólöstuðum, að hún gefur frásögninni dýpri blæ.
(e.s. engin furða að Tolkien skuli hafa hrifist af tungunni okkar.)