Gert ráð fyrir að Del Toro leikstýri Hobbitanum
mynd
Viðræður standa yfir um að mexíkanski leikstjórinn Guillermo Del Toro taki að sér að leikstýra tveimur myndum byggða á sögum J.R.R Tolkien um Hobbitann, eftir því sem fram kemur á vef AFP fréttastofunnar. Del Toro er best þekktur fyrir óskarsverðlaunamynd sína, Laberinto del fauno, sem vann þrenn Óskarsverðlaun.
Margir hafa beðið þess að Hobbitinn birtist á hvíta tjaldinu, eftir góðan árangur þriggja mynda um Hringadróttinssögu, sem Peter Jackson leikstýrði. Gert er ráð fyrir að Hobbit myndirnar verði teknar upp samtímis á næsta ári en sýndar í kvikmyndahúsum árið 2010 og 2011.
Bókin um Hobbitann segir frá því þegar Bilbo Baggins fer í ferð ásamt 13 dvergum og Gandálfi galdrakarli til að takast á við drekann Smaug sem hefur safnað fjársjóði inni í Lonely Mountain.
Teiknimynd byggð á Hobbitanum kom út árið 1977.
http://visir.is/article/20080128/LIFID01/80128107
Hvað finnst ykkur um þetta? Sjálfur get ég ekki beðið en væri frekar til í að sjá Peter Jackson stýra þessu sjálfur. Annars vona ég bara að ef Del Toro muni stýra þessu, vona ég að það fari bara vel. :)