,,Hobbitinn hefur tvívegis verið gefinn út á íslensku. Fyrst hjá Almenna Bókafélaginu af þeim feðgum Úlfi Þ. Ragnarssyni og Karli Ágústi Úlfssyni. Á 60 ára afmæli Hobbitans ákvað Fjölvi að endurútgefa Hobbitann og var það Þorsteinn Thorarensen sem sá um þýðinguna. Ástæðan var sú að gamla útgáfan var uppseld og ófáanleg og einnig sú staðreynd að notað var allt annað nafnakerfi í Hringadróttinssögu sem Þorsteinn hafði áður þýtt. Nýjasta bókin kom út árið 1997 og er ekki annað að sjá en að Þorsteini hafi tekist vel upp með þýðinguna eins og með Hringadróttinssögu."
Tekið af isholf.is, Vefslóð:
http://www.isholf.is/hringur/hobbit.htm