Ein spurning til ykkar svo ég fái einhverja hugmynd um ákveðið atriði:

Ég og aragorn vorum að spá í að gera heimasíðu. Um bækur Tolkiens. Fyrst að ratatoskur hefur síðu um kvikmyndirnar, þá datt mér í hug að gera bókum Tolkiens gott og þá sérstaklega HoMe bókunum. Þessi síða þyrfti ekki endilega að vera stór, og ekki að vera eins og helgin.is, þeytur.is o.s.fr. sem hafa allar mjög svipað útlit(fjalla reyndar um djammið í reykjavík og þessháttar hluti). En okkar síða myndi þá fjalla um fréttir í bókaheiminum, um spennandi útgáfur á t.d. ævisögum Tolkiens, og svo myndi málfræðin að sjálfsögðu fá sitt pláss! :-)


En haldið þið að sú síða myndi fá almennilega aðsókn?<br><br><hr><p align=“right”><i>“Tónlist er hjartsláttur sálarinnar”</i>
<b>Hvurslags</b>
<img src="http://www.simnet.is/hringur/hugi/logo.jpg"></p