Þetta var tekið af www.mbl.is:
Verslunin Nexus, sem selur myndasögur, bækur og spil, stóð í gærkvöldi fyrir forsýningu á fyrsta hluta kvikmyndarinnar Hringadróttinssögu. Eins og á öðrum forsýningum, sem Nexus stendur fyrir, var myndin sýnd án hlés þótt hún sé um þrír tímar að lengd, og án íslensks texta.
Á meðal fastra viðskiptavina Nexus eru margir aðdáendur Hringadróttinssögu og þegar miðasala hófst á sunnudagsmorguninn stóðu 120 manns í biðröð fyrir utan Laugarásbíó þar sem myndin var sýnd. Fyrsti maður hafði staðið þar síðan klukkan 3 um nóttina og var með plastöxi með sér til að verja sæti sitt í röðinni.
Nokkrir sýningargestir komu í búningum sem tengjast Hringadróttinssögu og fetuðu þar með í fótspor aðdáenda Star Trek-myndanna sem hafa ávallt fjölmennt í búningum á Nexusforsýningar á Star Trek-myndum.
<br><br>——————————
“ And then all the host of Rohan burst into song, and they sang as they slew, for the joy of battle was on them, and the sound of their singing that was fair and terrible came even to the City. ”-Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur sem geðveikt atriði í Lord of the Rings, allir að syngja og drepa:)
Kíktu á: <a href=http://kasmir.hugi.is/Smokey/>Þetta er síðan mín og smokey´s!!</a>
Gleðileg Jól:)