Tolkien og Narnía.
Ég hef nú ekki lesið þennan Potter. Hins vegar hef ég lesið að mig minnir allar Narníubækurnar eða a.m.k. flestar þeirra og auk þess Lord of the Rings og Hobbitann eftir Tolkien. Er reyndar að spá í að lesa Silmerilinn til að undirbúa mig fyrir bíómyndina. Ég hafði nú býsna gaman að þessum Narníubókum en að líkja þeim við Lord of the Rings, það eru helgispjöll. Ég leyfi mér að stórefast um að þessi Potter sé samanburðarhæf við Lord of the Rings. Lord of the Rings er og verður besta ævintýrabók allra tíma. Ég lít raunar svo á að Lord of the rings og Hobbitinn séu ein og sama sagan og að nauðsynlegt sé að lesa Hobbitann fyrst til að njóta Lord of the Rings til fullnustu. Raunar verð ég að segja það að ég er dálítið svekktur að menn hafi ekki búið til fjórar myndir a.m.k. í stað þriggja og byrjað á Hobbitann. En ætli þetta verði ekki eins og Star Wars þ.e.a.s. byrjunin kemur síðast. Þegar Lord of the Rings verður búinn að slá öll aðsóknarmet hljóta þeir að gera mynd um Hobbitann. Það vona ég að minnsta kosti.