Þetta er ekki venjulegt PvP dæmi eins og fólk má venjast í leikjum eins og WoW, heldur er þetta kallað Monster Play
Þú getur ekki valið að byrja sem orc og spilað leikinn sem hann, þú getur einungis verið góðu gæjarnir. En þegar þú kemst í lvl 10, ferðu til Bree og ferð að einum stað þar sem að þú getur búið þér til nýjan gaur, sem er semsagt vondur, þar geturðu valið um að vera warg, orc, spider og uruk-hai (er ekki með þetta á hreinu) og þú ferð inn í land sem kallast Ettenmoors. Þar geturðu fengið fullt af skemmtilegum questum og safnað Destiny Points, sem þú getur síðan eytt í að þjálfa upp kallinn þinn eða, eytt þeim í aðalkallinn, getur sem dæmi keypt trix fyrir vonda kallinn eða keypt armor fyrir þann góða (sem er að vísu frekar asnalegt system þar sem að þú kaupir þér auka armor sem er á þér í nokkrar min, það eina sem vit er í að kaupa fyrir DP á alvörukallinn er bónus xp). Ég veit ekki hversu háu lvl-i þú þarft að hafa náð til að geta farið til Ettenmoors með aðalkallinn þinn en öll monsterin byrja í lvl 50 og þarftu þess vegna ekki að sjá um að lvl-a hann. Góðu gæjarnir komast inní Ettenmoors en þeir vondu eru fastir í þessu landi (sem er þó nokkuð stórt). Þangað geturðu svo farið í PvP að leika þér, þegar þú hefur náð ákveðnu lvl-i. EN aðalhugsunin á bakvið þetta er að það eru 6 stöðvar í Ettenmoors. 3 eiga þeir góðu en 3 þeir vondu. Þessar stöðvar eru MJÖG vel varðar af fullt af gaurum í lvl 50 og ef þú vilt ná þeim þarftu að safna ansi stórum hóp af gaurum, ég veit ekki hvað þú færð fyrir að ná svona stöð, annað en sæmdina. En eins og ég sagði þá geta monsterin líka gert quest og eru þau mörg mjög skemmtileg.
http://www.hugi.is/mmorpg/articles.php?page=view&contentId=4792585Bætt við 15. ágúst 2007 - 12:08 Eftir flottasta og bestasta Arez