Silmerillinn er eins og Biblían.
Hobbitinn er eins og sagan um Móses.
Hringadróttinssaga er eins og sagan um Jesús.
Ef þú kannt ekki Kristinfræði, þá er Silmerillinn í raun saga Miðgarðs og allrar Ördu (Allur heimurinn), Hobbitinn og Hringadróttinssaga eru því inni í Silmerillinum, það er meira að segja smá kafli um Hringastríðið.
Og svo er Children of Húrin bara lengri saga af sögu í Silmerillinum.
Svo er það History of Middle-Earth serían… 12 eða 15 bækur, ég man aldrei hvort. Er í raun bara löng útgáfa af Silmerillinum… það sem er hinsvegar frábært við þær (Ef þú hefur áhuga á því) er að ljóðin sem Tolkien skrifaði (Skrifað í gömlum íslenskum bragarháttum) eru í þeim líka, og hann skrifaði allar (held ég) sögurnar á bundnu máli líka, sem er hreint út sagt magnað.