Þetta er enn allt í þoku eins og er…Áður en þessar nýjustu fréttir bárust var sagt að Héraðshreinsunin yrði í styttri mynd og að Sarúman myndi deyja þar eins og í bókinni…
Nú veit hinsvegar enginn neitt en það er talið mjög líklegt að henni sé bara algerlega sleppt.
Þetta kemur manni auðvitað alveg óvart og maður sér alls ekki hver tilgangurinn er með þessu. Manni finnst jú að hreinsunin skipti mjög miklu máli.
Í viðtali við Philippu Boyens, annan handritshöfundinn, gaf hún sterklega í skyn að Héraðshreinsunin yrði ekki, og sagði því til stuðnings að það sé vegna þess að það gangi einfaldlega ekki að láta koma fram eitthvað glænýtt plott í lokin á myndinni.
Maður verður auðvitað að muna að myndin má ekki bara vera fyrir Tolkien-aðdáendur sem þekkja söguna út og inn og kannski yrði það alveg fáránlegt fyrir hinn almenna bíógest að fá eitthvað svona framan í sig, kannski yrði það álíka fáránlegt og endirinn á Planet of the Apes (nýja myndin), hver veit ?
Ég er yfirleitt ekki lengi að jafna mig á svona löguðu þegar hlutum er klippt út. Það sem mér finnst verra er ef persónur og atburðir eru settir á annan stað á landakortinu.
Ég er hér að meina dauða Sarúmans en það hafa verið orðrómar um að hann muni láta lífið í Ísarngerði.
Ég vil að sjálfsögðu að hann deyji á réttum stað og vona ég að hann geri það, jafnvel þó að Héraðshreinsunin yrði á bak og burt.
Það síðasta sem ég vil nefna þá er það eitt sem sagt hefur verið í viðtölum við Peter Jackson. En það snýst um að klippa hluta út án þess þó að breyta gangi sögunnar.
Þ.e.a.s. að þó að hlutir verði klipptir út þá er þar með sagt að þeir hafi ekki gerst, það er bara ekki sagt frá þeim.
Sumu verður einfaldlega líka að sleppa. Ég er ekki sammála því að þetta er mjög langur kafli, hann er 24 bls. í íslensku útgáfunni.
Jæja nóg í bili…<br><br><br><br>
———————————–
“And he that breaks a thing to find out what it is has left the path of wisdom.”
<br>
<IMG SRC="
http://www.simnet.is/hringur/hugi/banner.gif“ alt=”“ align=”left“> <a href=”
http://www.simnet.is/hringur">Íslenski LOTR vefurinn</a><br><b> íslenskur vefur tileinkaður Lord of the Rings-trílógíunni</b>
* Ítarlegar upplýsingar um kvikmyndirnar
* Upplýsingar um sögurnar
* Um Tolkien sjálfan