Jú hún gerir nú það þó hún segi ekki neitt. En maður tekur yfirleitt ekkert eftir henni. Hún er í veislu Elronds í Rivendell og situr við hliðina á Aragorni.
Þegar maður fyrst heyrir af stækkuðu hlutverki hennar líst manni nú ekki í blikuna en þetta er samt sem áður nauðsynlegt.
Það yrði einfaldlega fáránlegt í lok sögunnar þegar Aragorn giftisti Arwen í Minas Tirith án þess að maður hafi nokkurn tímann kynnst henni.
Ástarsaga hennar og Aragorns var sögð í viðaukunum og ákveðið var að koma henni fyrir í myndinni.
Einnig var ákveðið að láta Arwen koma í staðinn fyrir Glorfindil í hlutanum þar sem Glorfindill hittir Aragorn og Hobbitana á leið til Rivendell.
Arwen tekur svo hinn þjáða Fróða með sér á hesti sínum og komast yfir ána með níu Nazgúla á hælunum.
Lestu meira á www.simnet.is/hringur/lotr6.htm<br><br><br>
<IMG SRC="
http://www.simnet.is/hringur/hugi/047.gif“ alt=”“ align=”left“>
<a href=”
http://www.simnet.is/hringur">Íslenski LOTR vefurinn</a><br><b> íslenskur vefur tileinkaður Lord of the Rings-trílógíunni</b>
* Ítarlegar upplýsingar um kvikmyndirnar
* Upplýsingar um leikarana
* Slóðir í alla trailerana
* Stórt myndsafn úr trílógíunni