Mér lýst vel á að búa til sameiginlegt áhugamál um allar “grynri” fantasíur eins og Harry Potter, Eragon, Artemis Fowl og allt það.
Með orðinu “grunnt” er ég ekki að efna til neinna rökræðna um listrænt gildi, heldur bara að vísa í að Harry Potter, Eragon og Artemis Fowl, eru í raun ekki byggðar á eins sterkum grunni og Tolkien.
Bætt við 17. janúar 2007 - 18:58
Tolkien rannsakaði þjóðsögur, ýmis tungumál og fleira áður en fullmótaður Miðgarður og bókin Silmerillinn (sem honum gafst ekki tími til að fullmóta!) kom út. Bækur hans eru byggðar á traustum grunni þessara rannsóknarefna og því er leiðin að uppruna hugmyndanna í bókunum lengri, dýpri…