Ég las þráð hérna fyrir neðan um að þetta áhugamál væri ekki virkt. Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst allavega greinar hafa verið frekar áberandi nýlega.
Ég ákvað að kíkja hérna aðeins og fékk þvílíka nostalgíu tilfinningu. Ég las allar LOTR bækurnar á sínum tíma, ásamt Hobbitanum, og sökkti mér alveg ofan í þennan heim Tolkiens, því maður verður eiginlega að gera það þegar maður les þessar bækur. Ég byrjaði á Silmerilinum en kláraði hann ekki. Ég veit ekki af hverju, held ég hafi þurft að skila bókinni eða eitthvað og bara hætti alveg. Hef varla hugsað um Tolkien síðan.
Svo áðan fékk ég eitthvað theme úr myndunum á heilann og varð að hlusta á tónlistina. Núna get ég ekki hætt að hugsa um þetta. Ég verð eiginlega að byrja á þessu aftur, fá smá dellu fyrir þessu :P Klára Silmerilinn og lesa svo Hobbitann aftur (sé ekki fram á það að ég geti lesið stórar bækur fyrr en í sumar, það er nóg að lesa í skólanum)
Þegar ég las bækurnar á sínum tíma var ég ekki komin það langt að reyna að komast að öllu um þennan heim, læra álfamálið og þannig. En núna langar mig að gera það :)
Allavega, mig langaði bara að koma þessu frá mér :) Mér er alveg sama þótt enginn svari en ég er alveg til í smá umræður um hvað sem er :)
Og ég skal gera mitt besta til að verða smá virk hérna :)