Ég ætla að benda þér á Íslenska Lord of the Rings vefinn, www.simnet.is/hringur.
Og til Lynx:
Í fyrsta lagi: Hollywood er ekki að framleiða þessar myndir!!
Í öðru lagi: Það varð að gera eitthvað. Annaðhvort að sleppa ástarsögunni alveg eða að stækka hana aðeins. Það er í raun samt ekkert verið að eyðileggja neitt. Ástarsagan var til staðar, hún var bara ekki sögð í LOTR, heldur í viðaukunum og í öðrum köflum.
Heldurðu virkilega að það geri myndina betri ef að Arwen komi allt í einu og giftist Aragorni í lok myndarinnar án þess að maður hafi nokkurn tímann kynnst persónunni. Það væri svo fáránlegt að það myndi eyðileggja myndirnar.
Það má hinsvegar deila um hvort að Arwen eigi heima á fljótinu eða ekki. Hún var þar auðvitað ekki í bókunum.
Það sem verið er að gera er að láta Arwen koma í staðinn fyrir Glorfindil. Og það er því miður nauðsynlegt að sleppa Glorfindli þarna. Það gengur ekki að vera kynna til sögunnar einhverja máttuga Álfapersónu sem verður svo ekkert meira í sögunni, verður ekki einu sinni meðlimur Föruneytisins. LOTR er yfirfull af persónum með lítið hlutverk og það skapar bara rugling fyrir hinn almenna bíógest að vera stöðugt að kynnast nýjum og nýjum persónum sem skipta ekki máli.
<br><br><br>
<IMG SRC="
http://www.simnet.is/hringur/hugi/047.gif“ alt=”“ align=”left“>
<a href=”
http://www.simnet.is/hringur">Íslenski LOTR vefurinn</a><br><b> íslenskur vefur tileinkaður Lord of the Rings-trílógíunni</b>
* Ítarlegar uplýsingar um kvikmyndirnar
* Efni um Silmerilinn og Hobbitann
* Upplýsingar um leikarana
* Slóðir í alla trailerana
* Stórt myndsafn úr trílógíunni