Mér finnst Voldemort afar ótrúverðugt og hálfkjánalegt illmenni. Hann er kannski eitthvað mega illur, en varla meira en það, persónulega finnst mér hann of einfaldur. Þar að auki er grenilegt að Sauron er fyrirmynd Voldemort, ég meina; ofurillur galdrakonungur sem er kraftlaus útaf einhverju en þarf eitthvað sérstakt (hringurinn-viskusteinninn (reyndar sneri Rowling Voldemort á eilítið aðra braut í seinni bókum, sem betur fer) til að endurheimta kraft sinn.
Svo er meira, Sauron nær að dafna og lifna við vegna spillingar Gondor eins og Voldemort nær að dafna og lifna við vegna spillingar í Galdramálaráðuneytinu svokallaða, reyndar eru gamlir þjónar Voldemorts ástæða spillingarinnar en Sauron er ábyrgur sjálfur fyrir spillingunni sem hjálpaði honum (Pálmatýrarnir (eða hvað sem þeir hétu)). Það er auðvitað einhver munur á þeim, en þeir eru ansi nálægir hver öðrum.
Bætt við 26. september 2006 - 18:46
Svo má minnast á að Sauron átti að vera sérstaklega kraftmikill andi, alveg eins og Voldemort átti að vera sérstaklega kraftmikill galdramaður. Þeir þiggja líka báðir vald sitt frá gömlu kraftmiklu afli sem talið var að væri búið að útrýma.