Hérna er smá útlistun á Quenya stöfunum. tja, til þess að ég geti sýnt ykkur það þá verðið þið að fara á Armalambion til að sjá það. Þið getið ekki misst af því, stóru furðulegu stafirnir efst á henni.
Þetta eru hinir einu sönnu Quenya stafir, (tekið af Ardalambion). Eins og þið sjáið, er fyrsti stafurinn nokkurskonar i, sem þarna er bara stafur til að halda uppi punktunum þrem, sem eru aðalmálið. Þeir tákna a, en eins og ég skrifaði í fyrstu Quenya grein minni, eru sérhljóðarnir hafðir fyrir ofan samhljóðana, eins og kommur, punktar eða hornklofar.
Nú, næsti stafur sem lítur út eins og y, þýðir rd. Sumir stafir tákna algenga “consonant clusters”(ísl. þýð. er ábótavant!) , sem eru nokkurskonar tvöfaldir samhljóðar. Aftur eru 3 punktar fyrir ofan stafinn, til að tákna a-ið eftir rd. sem sagt <b>arda</b>(jörð).
Allt orðið þýðir <b>ardalambion</b>, sem þýðir “tungur jarðarinnar”. <b>Arda</b> er jörð, <b>lambe</b> er tungumál, e dettur útaf og i bætist fyrir aftan <b>lambe</b>, sem verður <b>lambi</b>. Þetta er gert til að koma orðinu í fleirtölu. Svo er ion sett aftaná til að sýna að þarna er ekki verið að meina: “jörð tungur” ,sem væri <b>**ardalambi</b>(bull), en <b>on</b> er skeytt aftaná til að sýna að þarna er verið að meina “tungur jarðarinnar”.
Ég ætla ekki að útskýra nákvæmlega stafina í seinni hluta orðsins, geri það bara ef einhver biður um það.
Hvurslags