Leiðinlegan rigningardag ágúst ‘72, hundblautur, kom ég að máli við járnamann hjá okkur(sumarstrák í MR). Vorum við sammála að gott væri að koma heim, ég í heitt bað, en hann í heitt bað og svo lesa LotR. Þetta vakti áhuga minn. For í MM og fann bara LotR í hörðu bandi, rokdýrt eintak, en fann Hobbitinn sem ég lét nægja í það skiptið og þá varð ekki aftur snúið. Fann svo seinna um haustið LotR á dönsku í Borgarbókasafninu og tók það og var ekki viðmælandi næsta mánuðinn. LotR var myndskreytt af þáverandi Danaprinsessu, Margréti, seinna drottningu. Fínar grafískar myndir, drungalegar og féllu vel að efninu.
’74 eða '75 kom svo LotR út í linu bandi(Unwin & Allen)og stökk ég þá á það((mun ódýrara en harða bandið)þrjú bindi í pappaöskju)
Ég er búinn að gera 2 tilraunir að senda inn greinar hér, en hvorug birst. Ég virðist geta svarað greinum, hef gert það einu sinni áður. Nú er að sjá hvort þessi langloka birtist ;)
All is well as ends Better. The Gaffer.