Jæja þá kemur 70 pistillinn minn um þetta efni. Ég hef verið í því ásamt öðrum á erlendum vefum að svara svona kommentum. Jæja, aldrei er góð vísa of oft kveðin:
Það er rétt að Tolkien vildi ekki sjálfur að LOTR yrði kvikmynduð og alls ekki Disney. En það er búið að selja kvikmyndaréttindin. Og var það annað hvort Tolkien sjálfur sem gerði það eða fjölskylda hans. Einhverjir hafa sem sagt skipt um skoðun.
Svo að þessi rök eru hér með fallin..
Þetta er svo langt frá því að vera móðgun að kvikmynda góða sögu að svona komment eru satt að segja móðgandi við alla kvikmyndaframleiðslu heimsins. Kvikmyndir sem gerðar eru eftir bókum eru ekki gerðar til þess að koma í staðinn fyrir bækurnar. Heldurðu virkilega að það sé hægt að láta 9 tíma myndir koma í staðinn fyrir bók sem tekur mann fleiri daga að lesa; sem tók höfundinn fleiri tugi ára að skrifa ?? Það er bara bull og vitleysa.
Kvikmyndir þessar eru gerðar til þess að við getum fengið að sjá sýn framleiðenda og leikstjóra á heimi Tolkiens. Við fáum að sjá hvernig leikstjórinn ímyndaði sér þetta. Það er ekki verið að eyðileggja bækurnar. Kvikmyndun sögunnar gerir ekkert annað en að auka vinsældir bókanna og stuðlar að því að enn fleiri uppgötva stórkostlegan ævintýraheim Tolkiens. T.d. á Nýja-Sjálandi þar sem upptaka fór fram, jókst sala á LOTR um 200 %.
Og að lokum, þetta eru ekki Hollywood myndir, þú munt að öllum líkindum ekki sjá neinar Hollywood klisjur í myndunum. Hollywood kemur ekki nálægt þessu. Að vísu sér þekkt Hollywood fyrirtæki, New Line, um dreifingu og fjármögnun en annars er þetta allt í höndum fólks sem er ekki að hugsa um þetta til að græða pening. Fólkið sem er að gera þessar myndir eru Tolkien-aðdáendur!
Ég hef oft séð lélegar myndir byggðar á stórkostlegri sögu.
Það er til dæmis, “Sagan endalausa” en 3 myndir hafa verið gerðar eftir þeirri bók, sú fyrsta sæmileg, 2. léleg, 3 mjög léleg.
En eyðilagði þetta eitthvað ? Eyðilagði þetta sýn mína á ævintýrinu ?
Nei, ég fór bara og las bókina á ný: Frábær bók.
Svo vil ég benda þér á www.simnet.is/hringur sem er vefsíða sem ég hef gert sérstaklega um myndirnar.
Velkomin á Hugi.is . Afsakaðu skapið mitt. Hef heyrt þetta hugarfar einum of oft.<br><br>
<br>
<IMG SRC="
http://www.simnet.is/hringur/lotr7_files/image003.jpg“ alt=”“ align=”left“>
<a href=”
http://www.simnet.is/hringur">Hringurinn eini </a>, íslenskur vefur tileinkaður Lord of the Rings-trílógíunni