Tja hérna getur þú lesið lýsingu á leiknum og séð trailerinn. Ég held að þetta sé u.þ.b. það sem við vitum um leikinn…
Mér líst satt að segja ekkert rosalega vel á þetta…mér finnst í raun og veru fáránlegt að vera búa til leik í kringum sögu. Ekki það samt að það sé vitlaus hugmynd að búa til leik sem gerist á Miðgarði, heldur að vera búa til leik eftir LOTR. Það bara varla gengur ekki. Ég meina, Fróði er ekki nein slagsmálahetja og Hobbitarnir höfðu almennt mikið fyrir því að drepa þessa Orka sem þeir gerðu, hvernig er hægt að hafa gaman af þessum leik þegar Hobbitarnir gera ekki neitt ? Þetta var ég að spyrja mig áður en ég las mig til um leikinn…nú veit ég hvernig þetta verður: Í Forna Skógi berst Fróði við köngulær, á Vindbrjóti berst hann við Nazgúla á öðrum stöðum berst hann við helling af Orkum og Tröllum, svo notar hann fullt af göldrum og skemmtilegheitum…tja, er hægt að eyðileggja söguna meira ??
Ég ætla samt að sjálfsögðu að prófa þennan leik og kannski verður hann alveg ágætur, hver veit ?
Svo fylgir Hobbitinn í kjölfarið og kannski heppnast hann betur…
Hinsvegar er ég að hlakka mun meira til annars leiks. Það er Multiplayer-leikur á Netinu sem gerist á Miðgarði eftir Hringastríðið. Þá getur þú verið Álfur, Hobbiti, Maður, Dvergur og farið um allan Miðgarð og gert allt…. ég veit ekki hvernig sagan verður en mér líst mun betur á þessa hugmynd heldur en hina leikina.
<br><br>————————————————————————————————–
“Spyrðu eigi Álfa ráða því þeir segja bæði já og nei.”
Allt um Lord of the Rings:
www.simnet.is/hringu