Það er á fáum stöðum í bókinni þar sem höfundurinn hefur sig yfir Valana og segir þá ekki skilja eitthvað. Þegar Faënor segir að ef Silmerillarnir eyðist þá verði hann fyrsti álfurinn til að deyja í Aman, það er ekki rétt og segir Manwë honum það, en þarna misskilur Manwë Faënor. Það sem Faënor er að tala um er að hjarta (sál) hans er það bundið við Silmarillana að hann yrði fyrsti álfurinn til að eyðast að eilífu eyðist Silmarillarnir, fyrsti álfurinn til að verða að engu (s.s. ekki einhverju sem bíður í höll Mandos). Örvænting Faënors er því engri veru bókarinnar skiljanleg.
Ræðan sem hann hélt var bara eitthvað sem hann notaði til að fá álfana á sitt band, að drulla yfir Valana var eina ráðið til að fá hina álfana jafntrausta á eftir sér, hann hafði því ástæðu fyrir að drulla yfir þá. Hann svífst einskis til að ná Silmarillunum aftur, drepur Telerana til að vera fljótari. Fyrir honum er þetta réttlætanlegt; “þeir fá allavega að bíða í höll Mandos og upplifa framhald biðarinnar, ég er að bjarga tilvist minni”.
Faënor er aðdáunarverður fyrir það að þegar hann verður fyrir barðinu á skilningsleysi Valana þá situr hann ekki hjá og lætur sig deyja (eins og heilalaus þræll eða þjónn myndi gera) heldur lýsir sig sjálfstæðan og tekur málin í sínar hendur.