ég er kennski ekki alfróður um þessi málefni orka en hérna langar mig akkúrat til að koma af stað smá umræðu um þessi málefni.

ókei… ég sá á simnet.is/hringur (brillíant síðu) að orkarnir (allaveganna uruk hai, leiðréttið mig ef það er rangt) komi úr lirfum. mér finnst það kannksi flott en ekki mikið í samræmi við bækurnar. sattbest að segja eru orkarnir ekki svona insect like heldur frekar bara venjulegir human við ömurlegar aðstæður. (við værum líka svona við þessar aðstæður vill ég meina… svona haldnir kvalalosta og þess háttar).

Hér kem ég með smá fullyrðingar og þið að sjálfsögðu leiðréttið þær ef þær eru rangar en svo ætla ég að biðja ykkur um að draga ykkar eigin ályktun útfrá þessum fullyrðingum og deila þeim með mér…


orkar eru álfar.
álfar eru ódauðlegir.
Álfar endurfæðast í höll mandosar þegar þeir deyja…
Hvert í óskupunum fara orkar þá???
Endurfæðast þeir kannski annarsstaðar?? hjá melkori ef til vill eða Sauron???
(Það er grunsamlegt hve margir orkar eru til og hve reiðubúnir þeir voru til að æða í opinn dauðann)
Það er hvergi minnst á orkakonur eða orkabörn í bókunu. (rétt ekki satt???)

<br><br>_________________________________________________________________________

'You cannot pass!' he said. With a bound the Balrog leaped full upon the bridge. Its whip whirled and hissed.
'He cannot stand alone!' cried Aragorn suddenly and ran back along the bridge.
'Elendil!' he shouted. ‘I am with you Gandalf!’
'Gondor!' cried Boromir and leaped after him.
(The Lord of the Rings, Book II: Chapter V)