Það er víst aldrei nógu oft hægt að minna á Hringinn eina, www.simnet.is/hringur, sem er með allar upplýsingar um svona mál. Þar segir:
<i>“Lurtz er nýr Orki, búinn til sérstaklega fyrir myndina. Í einu atriði er Sarúman að fylgjast með “Uruk-Hai-lirfum” sínum. Einn af Orkunum er öskrandi og berjandi í eina lirfuna til að reyna fá Uruk-inn til að klekjast. Allt í einu skýst hönd út úr lirfunni og grípur um hálsinn á Orkanum. Fleiri Urukar klekjast svo um allan Orþanka. Næst segir Sarúmani hinum næfædda Lurtz að hann sé hinn mesti af nýjum ofur-stofni og sýnir honum sólarljósið, fyrstur Orka. Lurtz verður sá sem drepur Boromír og seinna verður hann drepinn af Aragorni. Í bókunum var engin Orki nefndur Lurtz. Þess skal þó geta að nafnið Lurtz mun aldrei koma fram í myndinni. Myndirnar má nálgast í Myndasafn III.”</i>
Lurtz er sem sagt bara búinn til að gera Amon Hen árásina aðeins dramatískari. Það er í raun ekkert verið að eyðileggja neitt. Lurtz verður aldrei nefndur á nafn. Hann er bara Orkahöfðingji sem drepur Boromír og verður svo drepinn af Aragorni.
Lúgbúrz var aldrei neinn Orki heldur nafn Orka yfir Svarta turninn á Barad Dúr. Lurtz er heldur ekki að koma í staðinn fyrir neinn annan Orka. Orkahöfðingjarnir sem tóku Pípin og Merry hétu Úglúk og Grisnakh og þeir eru báðir í myndunum.
Nóg um þetta mál…
<br><br>————————————————————————————————–
“Spyrðu eigi Álfa ráða því þeir segja bæði já og nei.”
Allt um Lord of the Rings:
www.simnet.is/hringu