hérna er það sem ég skrifaði þar.
Byrjum bara á byrjun. Gandalfur, Sauron og Balroggar. Allt eru þetta Majar (eða fyrrverandi Majar). Fyrst fáum við það á hreint að Balroggarnir lúta ekki stjórn Saurons. Þessvegna hljóta þeir að vera jafnir (eða Balroggar öflugri). Og þegar Gandalfur hét Gandalfur Grái var hann jafnkröftugur og Balroggi. En þegar hann sneri aftur sem Galdalfur hinn Hvíti, varð hann mikið öflugri og þessvegna öflugri en Balroggar. Þessvegna hlítur Gandalfur að vera öflugri en Sauron. Sérstaklega eftir að hann endurfæddist.
Svo má ekki gleyma því að kraftur Saurons kom eiginlega aldrei í ljós vegna þess að hann fór aldrei í bardaga nema þá í Silmerlinum þegar hann var ekki jafnkröftugur og nú (það var að sjálfsögðu hann og Elendill en við vitum ekkert hve öflugur Elendill var). Og svo var svo mikill kraftur hans bundinn í Hringinum Eina. En samt myndi ég segja að Galdalfur hefði rasskellt Sauron í einvígi.<br><br>_________________________________________________________________________
'You cannot pass!' he said. With a bound the Balrog leaped full upon the bridge. Its whip whirled and hissed.
'He cannot stand alone!' cried Aragorn suddenly and ran back along the bridge.
'Elendil!' he shouted. ‘I am with you Gandalf!’
'Gondor!' cried Boromir and leaped after him.
(The Lord of the Rings, Book II: Chapter V)