ég vildi bara spurja ykkur hvað þið vitið um Tom bombadil… Ég hallast svolítið sjálfur að þeyrri kenningu að hann sé í raun og veru tolkien sjálfur. Margir höfundar setja nefnilega sjálfa sig oft inní söguna sem þeir eru að skrifa og þá eru þeir oft sú persóna sem ekki passar inní söguna.
Þá datt mér í hug að Tom Bombadil gæti allt eins verið Tolkien, afþví að Tom Bombadil passar ekkert inní veröldina sem tolien skapaði (gul stígvél??).
Tom Bombadil segir líka að hann sé elstur, hann hafi komið á undan álfunum, skógunum, osfv…. EF það stenst þá er hann líka eldri en Alfaðir, og þarmeð..hvernig getur það verið ef Alfaðir skapaði heiminn?? Tolkien skapaði Alfaðir (halló hann skrifaði bækurnar og skóp heimin)…..Tom Bombadil: Tolkien????
Ég held líka að ég hafi lesið einhverstaðar að tom bombadil hafi verið dúkka sem tolkien lék sér með við börnin sín………
ef þetta er tóm tjara látið endilega vita :D