Í bókabúðum,að sjálfsögðu. Þær eru mismunandi langar, hobbitinn er svona 3-7 daga lestarbók (kannski ekki fyrir suma,ég les mjög hratt) og LotR er um það bil 1300 blaðsíður, þó með nokku stóru letri. Svo er það lengsta af þessu öllu auðvitað HoMe(History of middle Earth) sem eru 12 bindi,sem fjalla nákvæmlega um mörg þau atriði sem gerðust á ördu, þ.e.a.s í þessum heimi. Þær bækur eru brjálæðislega langar, og aðens fyrir þá hörðustu,eða þá þolinmóðustu. Sem dæmi má nefna mig,að ég er byrjaður að lesa The book og lost tales, sem er ein bókin í HoMe, og á sama tíma og ég var búinn með 2 bindi af Hringadróttinssögu, er ég aðeins búinn með um 1/8 af Bokk of lost tales. En þetta er líka á ensku,svo…