Ah, þegar maður bara leggur höfuðið aðeins í bleyti þá finnur maður svörin sem mann vantar.
Auðvitað, Faramír segir Fróða frá þessu sem Gandalfur hafði sagt:
<i>Mörg eru heiti mín í mörgum löndum, Míþrandír meðal Álfa, Þarkúnn meðal Dverga, Ólórinn kallaðist ég á Vesturslóð þó það sé nú gleymt og Inkanus í Suðri. Í Norðri kallast ég Gandalfur; í Austrið hef ég aldrei farið.</i>
Þá er það nú alveg víst að Majinn Ólórinn var Gandalfur eins og maður hefur gert ráð fyrir ansi lengi.
En ég las grein um þetta Gandalf/Manwe mál einhvers staðar samt..hvar var það ?<br><br>————————————————————————————————–
“Spyrðu eigi Álfa ráða því þeir segja bæði já og nei.”
Allt um Lord of the Rings:
www.simnet.is/hringu