O, ég er nú löngu búinn að jafna mig á Tuma Bumbalda.
Jújú, það hefði verið gaman að sjá hann og svoleiðis.
En þið hljótið samt að skilja ástæðuna fyrir að hann var fjarlægður.
Ég meina, framleiðendur og leikstjóri er örugglega jafn hrifinn af Tuma Bumbalda og við en Forni Skógur, Tumi og Kumlhólar er bara alltof langur kafli af sögunni og tengist voða lítið Hringastríðinu.
Myndin má ekki vera of löng og samhengislaus, þess vegna var þessum kafla sleppt.
Sleppa Glorfindli við vaðið?
Nei, Glorfindill er á sínum stað. Eini munurinn er að Arwen kemur með Glorfindli og Arwen fer svo með Fróða að vaðinu. Glorfindill ætti að gera sömu hlutina og í bókinni.
Það sem Tolkien-menn á netinu eru nú einmitt að rífast um eru “Orka-ræktanirnar” í Ísarngerði sem virðast ætla að vera í myndinni. Tolkien skrifaði nefnilega að Orkar fjölga sér á sama hátt og Álfar og menn.
Helsu breytingarnar sem ég hef áhyggjur af er hvort Gildor og Álfahópurinn hans verði á sínum stað. Ekkert hefur nefnilega komið fram um það.
<br><br>————————————————————————————————–
“Spyrðu eigi Álfa ráða því þeir segja bæði já og nei.”
Allt um Lord of the Rings:
www.simnet.is/hringu