…En þá kvað við glymjandi voldugt heróp sem barst með vindinum úr suðri upp um alla dali, og Álfar og menn hrópuðu af undrun og gleði. Ótilkvaddur og óvænt hafðu Túrgon opnað gáttir hins leynda Gondólíns og sendi fram tugþúsunda sterkan her í skínandi brynjum, með langsverð og spjótum sem skógur væri. Og Þegar Finngon heyrði úr fjarska hvininn frá hinum miklu lúðrum Túrgons bróður síns, hvarf honum allur skuggi úr brjósti, hann lyftist allur upp og hrópaði hátt: ,,Utúlie´n aurë! Aiya Eldalië ar Atanatári, utúlie´n aurë! - Dagur er risinn! Sjá þjóðir Elda og Feður Manna, dagur er risinn!" Og allir sem heyrðu rödd hans bergmála í fjöllunum svöruðu með hrópum: ,,Auta i lómë! Nóttin er liðin!“
Þetta er tekið uppúr Silmerillnum, úr kafla 20, bls 219. En þetta gerist í upphafi Þúsundtáraorustunnar eða Nirnaeth Arnoediad, sem er fimmta Belalandsorustan.
Þetta er einn sá stórkostlegasti og sorglegasti atburður allra tíma Ördu, og ég vil skora á einn af þessum ”greinarsnillingum" að gera eina góða grein um þennann merka atburð. Ég vil helst ekki gera grein um þetta útafþví að ég satta að segja er ekki nógu góður í því, það væri skemtilegra ef einn af þessum snillingum myndi gera þetta. Kanski sem dæmi: (2469, latex eða JDM)
…Það væri gaman að sjá góða greim um þetta ! :D