Sauron var maja andi, og eflaust sá öflugasti af þeim, sem í upphafi var þjón Aule, guð smíða og handverka( sá sami og skapaði dvergana.) En eins og flestir vita tældi Melkor hann til liðs við sig við upphaf heimsins og við það var Sauron með tímanum öflugur í allskyns göldrum. Eftir að Melkor hafði verði sigraður var Sauron skipað að fara til Valinor til að hljóta dóm Valina, en hann ákvað að gera það ekki, ekki eftir að hafa verið svo voldugur undir stjórn Melkors,ákvað Sauron að gerast næsti myrkvadróttinn Miðgarðs. Hann var öflugari en Gandalf, allavega segir Gandalf í bókunum að hann vilji ekki líta í Palantir og mæta Sauron því hann segist ekki vera tilbúinn í það, og jafnvel hvort hann verði það nokkurn tíman. Hefði Sauron náð
En í sambandi við Balroggana, þá voru þeir forneskjulegir maja andir elds, en þeir höfðu gengið í lið með Melkor áður en heimurinn var fullskapaður og var umluktur eldi.
Kannski full langt hjá mér, gleymdi mér aðeins